Planned intervention: On Thursday 19/09 between 05:30-06:30 (UTC), Zenodo will be unavailable because of a scheduled upgrade in our storage cluster.
Published August 31, 2021 | Version v1
Journal article Open

Gæði og andoxunarvirkni grænmetis á markaði 2020-21

  • 1. Matís

Description

Markmiðið með verkefninu var að gera úttekt á gæðum íslensks og innflutts grænmetis á neytendavörumarkaði frá hausti og vetri. Jafnframt var haldið áfram mælingum á andoxunarefnum og andoxunarvirkni frá fyrra verkefni sem var styrkt af Þróunarsjóði garðyrkju. Í ljós komu frábær gæði íslensks grænmetis að hausti en þegar leið á veturinn komu í ljós ágallar fyrir sumar grænmetistegundir sem ástæða er til að vinna með og stuðla að auknum gæðum til þess að styrkja stöðu innlendu fram-leiðslunnar. Sérstaklega má benda á gulrófur og gulrætur en bæta mætti gæði þeirra að vetri. Andoxunarefni mældust í öllum tegundum grænmetis. Veruleg andoxunarvirkni kartaflna kom á óvart og má vera að hollusta þeirra sé vanmetin. 

Notes

Styrktaraðilar: Þróunarsjóður garðyrkju

Files

12_21_Gæði-og-andoxunarvirkni-grænmetis_Lokaskyrsla-Matis.pdf

Files (5.5 MB)