Gæði og andoxunarvirkni grænmetis á markaði 2020-21
Description
Markmiðið með verkefninu var að gera úttekt á gæðum íslensks og innflutts grænmetis á neytendavörumarkaði frá hausti og vetri. Jafnframt var haldið áfram mælingum á andoxunarefnum og andoxunarvirkni frá fyrra verkefni sem var styrkt af Þróunarsjóði garðyrkju. Í ljós komu frábær gæði íslensks grænmetis að hausti en þegar leið á veturinn komu í ljós ágallar fyrir sumar grænmetistegundir sem ástæða er til að vinna með og stuðla að auknum gæðum til þess að styrkja stöðu innlendu fram-leiðslunnar. Sérstaklega má benda á gulrófur og gulrætur en bæta mætti gæði þeirra að vetri. Andoxunarefni mældust í öllum tegundum grænmetis. Veruleg andoxunarvirkni kartaflna kom á óvart og má vera að hollusta þeirra sé vanmetin.
Notes
Files
12_21_Gæði-og-andoxunarvirkni-grænmetis_Lokaskyrsla-Matis.pdf
Files
(5.5 MB)
Name | Size | Download all |
---|---|---|
md5:8c7a38e3195fc215e6fcc0c7cdf3f9b5
|
5.5 MB | Preview Download |