Info: Zenodo’s user support line is staffed on regular business days between Dec 23 and Jan 5. Response times may be slightly longer than normal.

Published January 16, 2023 | Version v1
Journal article Open

Aukin afköst og hagkvæmni í greiningum á Prnp riðugeni - Haustið 2022

  • 1. Matís ohf.

Description

Greining á riðugeninu Prnp er mikilvægur þáttur í kynbótastarfi íslensks sauðfjár. Tilteknir erfðabreytileikar í riðugeninu veita einstaklingum aukið þol gagnvart riðu á meðan aðrir auka næmni gagnvart sjúkdóminum. Upplýsingar um erfðasamsetningu Prnp í sauðfjárhjörðum er því gríðarlega mikilvægt tól í baráttu bænda gagnvart sjúkdóminum. Markmið verkefnisins var að auka afköst og lækka verð á greiningum riðugens hér á landi. Í verkefninu voru alls 1913 sýni frá um 150 bæjum greind á rannsóknastofu Matís í erfðafræði. Sá stuðningur sem verkefnið hlaut úr Þróunarfé Sauðfjárræktar skipti sköpum fyrir Matís að geta boðið upp á samkeppnishæft verð til bænda sem leiddi til nær tvöföldun á fjölda greindra sýna miðað við árið 2021. Þessar erfðaupplýsingar munu nýtast ræktunarstarfi sauðfjárræktar í heild sinni og að öllum líkindum leiða til aukins þols gagnvart riðu í íslensku sauðfé.

Notes

Styrktaraðilar: Þróunarfé - Sauðfjárrækt

Files

02_23_Attak-i-ridugreiningum_Haustid2022.pdf

Files (364.5 kB)

Name Size Download all
md5:0027ae7e164f6efb28dcef3dddd3048f
364.5 kB Preview Download