Published September 22, 2021 | Version v1
Journal article Open

Þang sem fóðurbætir fyrir mjólkurkýr – aukin nyt og gæði?

Description

Lagt var upp með að kanna hvort hægt væri að auka nyt mjólkurkúa með þanggjöf og kanna efnainnihald og gæði mjólkurinnar. Einnig hvort hægt væri að nýta þanggjöf sem steinefnagjafa, t.d. fyrir lífrænt fóður sem gæti leitt af sér nýja afurð á borð við joðríka mjólk og því hvatað nýsköpun í nautgriparækt. Niðurstöður leiddu í ljós að þanggjöf gæti haft jákvæð áhrif á mjólkurframleiðni þar sem hóparnir sem fengu þanggjöf sýndu lítilsháttar aukningu á mjólkurframleiðslu miðað við samanburðarhópinn, en breytingin var ekki marktæk. Niðurstöður á safnsýnum sýndu að snefilefnasamsetning breyttist. Fóðurbæting með þangi gæti t.d. verið áhugaverður kostur fyrir bændur sem hafa hug á eða stunda nú þegar lífræna framleiðslu en áhugi á lífrænni ræktun er að aukast hjá nautgriparæktendum.
____

The project’s main aim is examining whether it would be possible to increase milk production of dairy cows by using seaweed as a feed ingredient and to examine the chemical content and quality of the milk. Also whether seaweed could be used as a mineral source, e.g. for organic feed that could lead to new products such milk high in iodine. The results showed that seaweed feeding may have a positive effect on milk production, as the groups that received seaweed feeding showed a slight increase in milk production compared to the control group, but the change was not significant. The results of pooled samples showed that the trace elemental composition changed. Seaweed feed supplementation could e.g. be an interesting option for farmers who are interested in or already engaged in organic production.

Notes

Funding: Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Nýsköpunarsjóður námsmanna

Files

15_21_Þang sem fóðurbætir Lokaskýrsla_62481.pdf

Files (1.6 MB)