Published May 6, 2020 | Version v1
Journal article Open

Þróun geitfjárafurða - Matvæli

  • 1. Matís

Description

Í verkefninu voru geitfjárbændur aðstoðaðir við þróun á nýjum matvörum úr geitahráefnum. Vöruþróunarátakið var kynnt meðal geitfjárbænda í samstarfi við Geitfjárræktarfélag Íslands. Geitfjár-bændur gátu sótt um þátttöku en starfsmenn Matís völdu 5 bændur til að halda áfram. Starfsmenn Matís veittu aðstoð við leyfismál, gerð gæðahandbóka og allt vöruþróunarferlið. Gengið var úr skugga um öryggi afurðanna með örverugreiningum og næringarefni voru mæld til að hægt væri að setja fram upplýsingar um næringargildi. 17 matvörur voru þróaðar í verkefninu, flestar úr geitakjöti, en einnig vörur úr lifur og hjörtum ásamt geitamjólkurskyri. Reiknað er með að verkefnið leiði til fjölgunar matvara úr geitahráefnum á markaði og það muni smám saman leiða til fjölgunar í geita-stofninum. 

Auk vöruþróunar voru gerðar mælingar á tegundum kaseina (ostefna) í geitamjólk. Kaseingerðin alfa-s1 greindist í umtals-verðum mæli og má af því draga þær ályktanir að íslensk geitamjólk henti vel til ostagerðar. Einnig voru gerðar mælingar á steinefnum í geitamjólk og snefilsteinefnum í kiðakjöti. Niðurstöður fyrir þessi næringarefni nýtast við kynningu á hollustu afurðanna.

Notes

Styrktaraðili: Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Files

08_20_Throun_geitfjarafurda_matvaeli.pdf

Files (992.9 kB)

Name Size Download all
md5:34021c3657b34532cdd7afed17a038d9
992.9 kB Preview Download