Virtual reality in teaching / Sýndarveruleiki í kennslu
Creators
Description
Börn eru yfirleitt áhugasöm um nýja tækni og opin fyrir nýrri þekkingu, svo framarlega sem hún er sett fram á áhugaverðan hátt. Framkvæmd var íhlutunarrannsókn sem hafði það að markmiði að meta hvort sýndarveruleikamiðað fræðsluefni hafi meiri áhrif á nám og viðhorf barna á aldrinum 12-13 ára en hefðbundnari leiðir til að kynna efnið. Íhlutunin fól í sér fyrirlögn á nýju kennsluefni í sex grunnskólum þar sem lögð var áhersla á heilsusamlegt matarræði til að stuðla að eigin heilbrigði sem og jarðarinnar. Kennsluefnið innihélt glærupakka, sýndarveruleikamyndband og verklegar æfingar. Íhlutunin gekk undir vinnuheitinu “Tómataverkefnið” þar sem þemað var tómatar. Lögð var áhersla á sjálfbærni, uppruna matvæla, matvælatækni, matvælaframleiðslu, matarsóun o.fl. í tengslum við tómata. Spurningalisti var lagður fyrir börnin, bæði fyrir og eftir íhlutun, til að mæla áhrif kennsluefnisins á nám og viðtöl tekin við kennara að íhlutun lokinni til að meta gagnsemi kennsluefnisins í kennslu.
Niðurstöður íhlutunarinnar bentu til þess að notkun sýndarveruleika í kennslu geti aukið áhuga á matvælum og stuðlað að jákvæðum breytingum á viðhorfi barna til hollara og heilbrigðara matarræðis. Á heildina litið var ánægja með kennsluefnið meðal kennara, þeir kennarar sem höfðu notað sýndarveruleikagleraugun voru áhugasamastir. Íhlutunin sýndi einnig fram á að hægt er að samþætta notkun sýndarveruleika við kennslu á öðru formi. Jákvæð námsupplifun og aukinn áhugi á hollu mataræði þ.m.t. á að borða tómata, kom fram í öllum tilvikum, óháð gerð kennsluefnis. Einnig voru kennarar ánægðir með kennsluefni sem innihélt svo fjölbreytt úrval hugtaka sem hægt var að sameina í þemanu og hvernig hægt væri að samþætta fræðilegt og hagnýtt nám. Reynsla kennara var sú að hægt væri að fara yfir mikið efni á tiltölulega stuttum tíma.
Children are generally excited about new technology and open to consume knowledge if it is made interesting to them. An intervention study was performed which goal was to assess whether virtual reality-based educational material has a greater impact on children's learning and attitudes than more traditional ways of presenting the material. The intervention involved the introduction of new teaching materials in six primary schools where the emphasis was on healthy eating for one's own well-being and as well as of the planet. The teaching material included a slide pack, a virtual reality video and practical exercises. The intervention went under the working title "The Tomato Project" as the theme was tomatoes. Emphasis was placed on sustainability, food origin, food technology, food production, food waste, etc. in relation to tomatoes. The children filled in a questionnaire before and after the intervention to measure the effect of the teaching material on learning and interviews were conducted with teachers to evaluate the usefulness of the teaching material in teaching.
The results of the intervention indicated that the use of virtual reality in education can increase interest in food and contribute to changes in children's attitudes towards healthier and healthier diets. Overall, there was satisfaction with the teaching material among teachers, those teachers who had used the virtual reality glasses were the most interested. The intervention also demonstrated that the use of virtual reality can be integrated with teaching in other forms. Positive learning experiences and increased interest in healthy eating, including eating tomatoes, were observed in all cases, regardless of the type of teaching material. Teachers were also pleased with the teaching material that contained such a wide range of concepts that could be combined in the theme and how theoretical and practical learning could be integrated. The teachers' experience was that it was possible to cover a lot of material in a relatively short time.Files
31-22_Redvile Matis skyrsla final.pdf
Files
(4.5 MB)
Name | Size | Download all |
---|---|---|
md5:0e1caec9dd07f875e5dead1a2206ef4b
|
4.5 MB | Preview Download |