There is a newer version of this record available.

Journal article Open Access

Fiskolíur sem hluti af viðarvörn / Fish oils as a part of wood varnish and protection.

Jónsson, Ásbjörn; Pétursson, Tryggvi

Fiskolíur voru notaðar sem viðarvörn fyrr á öldum og reyndust vel. Þekking á fiskolíum sem hluta af viðarvörn hefur hins vegar mikið til glatast. En með auknum áhuga almennings á afturhvarfi til eldri tíma og hráefna, sem og í tengslum við betri þekkingu á gömlum aðferðum, skapast lag til að nýta til verulega aukinna verðmæta, fiskolíur sem nú falla í „úrgangsflokk“ seljast á hrakvirði. Til að svo megi verða þarf hins vegar að leysa ýmis framleiðslu- og vöruþróunarvandamál. Með það í huga var stofnað til verkefnisins „Fiskolíur sem hluti af viðarvörn“ sem styrkt var af AVS sjóðnum. Markmið verkefnisins var að þróa afurð úr fiskolíum til notkunar sem hluta af viðarvörn, ásamt því að ákvarða framleiðsluferla til að breyta óhreinu hrálýsi í verðmæta viðarolíu.

Niðurstöður verkefnisins leiddu í ljós að fiskolíur og olíur úr uppsjávarfiski henta vel sem viðarvörn, en sterín er hins vegar ekki hægt að nota þar sem það fellur út við herbergishita og blandast ekki öðrum hráefnum. Heimsmarkaður fyrir viðarvarnir var áætlaður um 200 milljarðar kr. árið 2016 (1.530 milljónir USD) og því ljóst að umtalsverð tækifæri geta verið í að nýta fiskolíur sem hluta af viðarvörn.

Funding: AVS rannsóknarsjóður í sjávarútvegi (R17 002-1)
Files (3.5 MB)
Name Size
09_20_Fiskoliur sem hluti af vidarvorn.pdf
md5:b8e885eb295318c39bab69b43c325c9f
3.5 MB Download
231
42
views
downloads
All versions This version
Views 231220
Downloads 4237
Data volume 147.6 MB130.2 MB
Unique views 210202
Unique downloads 3835

Share

Cite as