Zenodo.org will be unavailable for 2 hours on September 29th from 06:00-08:00 UTC. See announcement.

Journal article Open Access

Lyfjaleifar í íslensku umhverfi

Jensen, Sophie; Gunnlaugsdóttir, Helga; Jörundsdóttir, Hrönn Ólína

Markmið úttektarinnar var að meta fræðilega losun lyfja út í umhverfið (viðtaka) á Íslandi, með áherslu á strandsjó, ár og vötn. Fyrir lyf sem eru notuð fyrir menn var lagt mat á hver styrkur þessara lyfja gæti verið við fráveitu á höfuðborgarsvæðinu og tveimur völdum stöðum utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrir lyf sem eru notuð í landbúnaði og fiskeldi var lagt fræðilegt mat á losun lyfja frá framleiðslueiningum þar sem losunin gæti verið hvað mest. Lagt var mat á mögulegan styrk lyfjanna í viðtaka og þessi gildi borin saman við væntanlega áhættu, þar sem umhverfismörk liggja fyrir. Lyfin sem voru skoðuð og metin voru ákveðin út frá íslenskum sölutölum og áherslulista vatnatilskipunar Evrópusambandsins ásamt niðurstöðum fyrri rannsókna. Eftirtalin lyf fyrir menn voru skoðuð: estradiol, ethinylestradiol, amoxicillin, azithromycin, fluconazole, paracetamol, ibuprofen, diclofenac, metoprolol, fluoxetin, sertralin ásamt dýralyfjunum emamectin benzoat (laxalúsalyf) og prokain benzylpenicillin (sýklalyf). Fræðilegt mat bendir til að nauðsynlegt sé að rannsaka styrk ibuprofens, amoxicillins, fluoxetins, paracetamols, diclofenacs, azithromycins og sertralins nánar í viðtökum skólphreinsistöðva. Niðurstöður fyrir dýralyfin benda ekki til að hætta stafi af prokain benzylpenicillin sem notað er í svínaeldi né heldur emamectin benzoat sem notað er í fiskeldi.

Files (17.6 MB)
Name Size
16_19_Lyfjaleifar_i_islensku_umhverfi.pdf
md5:6ab5b821b0561f2094da5eecf84e3194
17.6 MB Download
364
63
views
downloads
All versions This version
Views 364364
Downloads 6363
Data volume 1.1 GB1.1 GB
Unique views 320320
Unique downloads 5151

Share

Cite as