Journal article Open Access
Valsdóttir, Þóra; Karl Gunnarsson
Markmið rannsóknarinnar var að kanna magn næringarefna, steinefna og snefilefna í sölvum eftir árstíma til að meta hvenær best sé að uppskera þau m.t.t. næringarsjónarmiða. Tekin voru sýni á tveimur stöðum, Tjaldanesi við Saurbæ í Dalasýslu og Herdísarvík við Selvog á Reykjanesi á tímabilinu frá október 2011 til apríl 2013.
Árstíðarsveiflur greindust í innihaldi næringarefna í sölvum bæði í Herdísarvík og Tjaldanesi og fylgdu þær svo til sama ferli. Snemma vors náði magn trefja, próteina, fitu, ösku og vatns hámarki. Mælingar bentu einnig til árstíðarsveiflna í sumum þeirra steinefna og snefilefna sem mæld voru; kalíum, fosfór, joð, selen, kadmín og blý. Þungmálmar voru innan viðmiðunarmarka að undanskildu kadmín á veturna.
Name | Size | |
---|---|---|
11_19_Arstidarsveiflur_i_efnasamsetningu_solva.pdf
md5:b23722db2b2a6bbe6cf40b2384f88813 |
29.6 MB | Download |
All versions | This version | |
---|---|---|
Views | 340 | 340 |
Downloads | 80 | 80 |
Data volume | 2.4 GB | 2.4 GB |
Unique views | 322 | 322 |
Unique downloads | 72 | 72 |