Published May 31, 2019 | Version v1
Journal article Open

Próteinríkt mjöl úr kjúklingafjöðrum í fiskeldisfóður

Description

Til að nýta kjúklingafjaðrir í fjaðurmjöl eru próteinin rofin til að auka meltanleika mjölsins með hliðsjón af þörfum eldisdýra. Í þessu verkefni var unnið að þróun fjaðurmjöls með vatnsrofi. Efnainnihald fjaðurmjölsins var skoðað auk amínósýrusamsetningar og mjöl úr íslenskum kjúklingafjöðrum skoðað í samanburði við aðrar tilraunir þar sem fjaðurmjöl hefur verið greint.

Fjaðurmjöl hefur 80% próteininnihald og er meltanleiki þess sambærilegur og því sem þekkist í fiskmjöli. Fjaðurmjöl hefur lengi verið notað í fóður í Norður og Suður Ameríku og hefur nú á seinustu árum verið að riðja sér til rúms sem ódýr próteingjafi fyrir eldisdýr í Evrópu.
___

In order to utilize chicken feathers as feather meal nutritious for animal cultivation, proteins are degraded to make the feather meal digestible for farming animals. In this project feather meal from chicken feathers was hydrolysed to increase the digestibility. The chemical content of the feather meal was examined as well as amino acids composition. The Icelandic feather meal was also compared to results of researches conducted elsewhere on feather meal. 

Feather meal has an 80% protein content and its digestibility is comparable to fish meal. Feather meal has been used for a long time in feed in North and South America and has in recent years been pushing itself as a cheap protein source for farming animals in Europe.

Notes

Styrktaraðilar/Funding: AVS Rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Framleiðnisjóður Landbúnaðarins og Samtök Sunnlenskra Sveitarfélaga (SASS)

Files

07_19_Proteinrikt_mjol_ur_kjuklingafjodrum_i_fiskeldisfodur.pdf

Files (3.0 MB)