Journal article Open Access

Vinnslunýting grásleppuhrogna

Þórðarson, Gunnar; Viðarsson, Jónas R.; Kennedy, James; Helgason, Axel

Fram til ársins 2008 voru aðeins hrognin hirt af grásleppunni, en hveljunni var fleygt í sjóinn. Grásleppuafli var því mældur í tunnum af hrognum, en opinber aflaskráning var fengin með því að umreikna útflutningsmagn á söltuðum hrognum yfir í afla upp úr sjó, með þar til gerðum nýtingastuðli eða nýtingahlutfalli.  Nýtingahlutfallið er fengið með því að reikna hvað mikið magn að grásleppu þurfi til að framleiða eina tunnu með 105 kg af verkuðum hrognum, svokölluð útflutningsþyngd. Á vertíðinni 2009 tóku einstaka sjómenn að landa grásleppunni heilli og þá varð unnt að brúttóvigta þann hluta aflans á hafnarvog. Árið 2012 var lögum svo breytt þannig að skylt varð að landa öllu grásleppuafla og vigta hann á hafnarvog. Fram til 2016 var grásleppu landað ýmist óslægðri, eða slægðri og þá voru hrognin vigtuð sérstaklega. Eftir 2017 lagðist slæging um borð í veiðibát af með öllu og hefur grásleppa eftir það verið unnin að fullu í landi.  

Áðurnefnt nýtingahlutfall hefur því verið notað til að meta aflamagn upp úr sjó þegar vigtun á hafnarvog hefur ekki verið fyrir að fara. Að undanförnu hefur verið tekist á um hvert sé hið rétta nýtingahlutfall og hvort að ný tækni við vinnslu hrogna hafi áhrif á hlutfallið. Því hefur verið kallað eftir endurskoðun á þessu hlutfalli.

Því tóku grásleppusjómenn, verkendur, Hafrannsóknarstofnun og Matís saman höndum í lok vertíðar 2020 til að fá úr þessu skorið. Var þá nýtingahlutfallið mælt, bæði við þar sem núverandi tækni við vinnslu bar beitt, sem og þeirri tækni sem beitt var fyrir 2008.

Niðurstaða verkefnisins var sú að nýtingahlutfallið séum 19%, hvort sem um „nýju“ eða „gömlu“ vinnsluaðferðina sé að ræða. Það þurfi 553 kg af afla til að framleiða eina 105 kg tunnu af söltuðum hrognum tilbúnum til útflutnings. Þetta er umtalsverður munur frá 24,7% nýtingahlutfalli sem notað hefur verið til að reikna út afla upp úr sjó fyrir tímabilið 1985-2008. 

Rétt er að hafa í huga að hér er um að ræða niðurstöður úr tilraun sem framkvæmd var yfir stutt tímabil á afmörkuðu veiðisvæði, og því er ástæða til að fylgja þessari tilraun eftir með sambærilegri athugun sem nær yfir lengra tímabil og fleiri veiðisvæði.

Files (4.9 MB)
Name Size
15_20_Vinnslunyting_grasleppuhrogna.pdf
md5:dd6e6da29442f762f70429d2ef5741ca
4.9 MB Download
99
41
views
downloads
All versions This version
Views 9999
Downloads 4141
Data volume 199.2 MB199.2 MB
Unique views 8989
Unique downloads 3232

Share

Cite as